Auður Kjartansdóttir og Margeir Ingi Rúnarsson, klúbbmeistarar GMS 2016. Mynd: Í einkaeigu
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2016 | 21:00

GMS: Auður og Margeir klúbbmeistarar Mostra 2016

Það eru þau Auður Kjartansdóttir og Margeir Ingi Rúnarsson sem eru klúbbmeistarar Mostra 2016.

Meistaramót Mostra í Stykkishólmi hófst miðvikudaginn 29. júní og lauk í gær, laugardaginn 2. júlí 2016.

Þátttakendur voru alls 21 í 5 flokkum og má sjá öll úrslit með því að SMELLA HÉR: 

Margeir Ingi lék hringina 4 á sléttu pari (75 70 71 og 72).

Auður var á samtals 60 yfir pari, 348 höggum (90 86 85 87).

Sjá má myndir frá verðlaunaafhendingu meistaramóts Mostra með því að SMELLA HÉR: