GMac tekur PGA fram yfir að komast í Ryder liðið
Réttindi Graeme McDowell (skammst. GMac) um að spila á Evrópumótaröðinni renna út 2015-16 og meðan hann er utan topp 50 á heimslistanum gæti honum reynst erfitt að komast í Ryder Cup lið Evrópu.
Að halda réttindum sínum á PGA mótaröðinni bandarísku er í forgangi hjá GMac, sbr.:
„Spilaréttindin mín á þessari hlið Atlantshafsins (þ.e. í Bandaríkjunum) eru mér mikilvægari en spilaréttindin á Evrópumótaröðinni, einfaldlega vegna þess þegar allt kemur til alls og aðeins er litið á fjármálahliðina, þá vil ég vera í best launaða starfinu sem ég get verið í ,“ sagði GMac á OHL Classic at Mayakoba í Mexíkó, fyrsta af tveimur mótum, sem hann ætlar að spila í fyrir jól.
„Evrópumótaröðin hefir mikla þýðingu fyrir mig. Ég er mjög stoltur af henni. Ryderinn er virkilega mikilvægur mér. En að hafa til hnífs og skeiðar er það sem allt snýst um.„
Nýi framkvæmdastjóri Evrópumótaraðarinnar, Keith Pelley er við það að tilkynna nýjar breytingar á lágmarkskröfum sem gerðar eru til þess að hafa spilarétt á Evrópumótaröðinni og þær breytingar koma leikmönnum eins og t.d. McDowell eða Luke Donald til góða.
Fyrirhugaðar breytingar sem Pelley er talinn ætla að tilkynna er að fækkað verður um mót sem taka verður þátt í til að halda spilaréttinum og telja þátttöku í risamótunum og öllum 4 heimsmótunum til nýs lágmarks sem verður 5 mót, en þar til teljast ekki „limited-field tournaments.“
„Þetta tekur pressuna af náunga eins og mér,“ sagði Graeme McDowell sem spilaði í 11 mótum á Evrópumótaröðinni og þá eru ekki talin risamótin og heimsmótin 4.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
