GMac: „Rory mun verða nr. 1 næstu 5 árin“
Golf Digest fól Graeme McDowell, svona í lok árs, að taka saman í grein hverjir væru hápunktar á árinu hjá honum og eins að svara nokkrum spurninum.
GMac skrifaði samviskusamlega um allt – hverjir hans persónulegu hápunktar væru (þ.e. að sigra Jordan Spieth í Rydernum) og eins hvað væri besta afrekið á árinu að hans mati (að Rory vann Opna breska í Hoylake) hver væri að hans mati skærasta stjarnan á golfstjörnuhimninum (Brooks Koepka) og hver væri hápunkturinn á árinu utan golfsins (að horfa á Super Bowl með pabba sínum.)
Eitt var þó fremur eftirtektarvert. GMac var beðinn að svara spurningunni um hversu lengi Rory myndi vera nr. 1 á heimslistanum?
GMac svaraði á eftirfarandi hátt: „Ég held að við munum verða vitni að því að hann (Rory) verði a.m.k. nr. 1 í 5 ár. Ég held að hann verði ríkjandi á sama hátt og Tiger Woods.“
„Spurningin um hversu mörg risamót hann muni sigra á er meira spurningin um hversu mörg hann vill sigra. Það sem var sérstakast við Tiger var drævið hans og löngunin. Auðvitað getur margt gerst á 5 árum, en ef maður lítur á Rory gæti hann sigrað í 3, 4 eða kannski 5 risamótum í viðbót á þeim tíma. Hann gæti því verið nálægt 10 og hvort hann vill vinna fleiri risamót er algerlega undir honum komið.“
Aðeins Jack Nicklaus (18), Tiger Woods (14) og Walter Hagan (11) hafa náð tveggja stafa tölum þegar kemur að sigrum á risamótum. Í apríl á næsta ári mun Rory reyna að verða sá 3. í golfsögunni til þess að reyna við Grand Slam aðeins 25 ára.
Það verður spennandi að sjá hvort Rory takist að sigra á The Masters 2015 og nái þar með Career Grand Slam!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
