Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2014 | 14:45

GMac, Keegan Bradley og Freddie Jacobson hefja framleiðslu á bjór

PGA Tour kylfingarnir Graeme McDowell (GMac), Keegan Bradley og Freddie Jacobson hafa sameinast um að koma í framleiðslu nýrri bjórlínu í samstarfi við bandaríska bjór framleiðandann The Brew Hub í Flórída.

Það verður um 3 tegundir bjórs að ræða:  G-Mac’s Celtic Style Pale Ale, Keegan Bradley’s New England Style Lager og Freddie Jacobson’s Scandinavian Style Blonde Ale.

Þessar bjórtegundir hafa verið til sölu á völdum golfstöðum í Flórída.

Í byrjun desember verður hægt að fá bjórinn í dósum (sjá meðfylgjandi mynd) og síðan verður bjórinn settur á flöskur, fyrsta ársfjórðung 2015.

Fyrst um sinn verða bjórarnir aðeins fáanlegir á nokkrum golfstöðum en síðan er ætlunin að dreifa honum til almennra veitingastaða og í matvælaverslanir, fyrst í Flórída og síðan önnur ríki Bandaríkjanna.