Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2014 | 08:30

GMac endurnýjar ekki samstarf við Horizon umboðsskrifstofuna

Graeme McDowell  (GMac) tilkynnti í gær að hann muni ekki endurnýja samstarfssamning við Horizon Sports Management (HSM) en muni framvegis sjá um sín eiginn mál.

Samningur milli GMac og HSM rennur út í árslok 2014.

Varðandi lok samstarfsins sagði GMac: „Þegar ég gekk til liðs við Horizon í nóvember 2007 var ég ekki einu sinni á topp-100 á heimslistanum og var að leita mér eftir nýju og kraftmiklu umboðsteymi til þess að hjálpa mér við að ná takmörkum sem ég hafði sétt mér á ferli mínum – bæði á og utan golfvallarins. Ég er svo stoltur af að geta sagt frá því að á þeim árum sem liðin eru hef ég ekki aðeins náð markmiði mínu heldur hafa þær farið fram úr björtustu vonum mínum.“

„Meðan ég var hjá Horizon varð ég risamótsmeistari og hef leikið í 3 Ryder Cup mótum og sigrað í fjölda alþjóðlegra móta.“

„Jafnhliða þessu hefir Horizon hjálpað mér að afla alþjóðlegra styrktaraðila og samstarsfélaga, en ég mun halda þeim samböndum í framtíðinni Horizon hefir einnig verið í lykilhlutverki við að stofna og útvíkka G-Mac stofnunina.“

„Starf það sem stofnunin hefir unnið í góðgerðarverkefnum til styrktar börnum er arfleifð sem Horizon teymið getur svo sannarlega verið stolt af.“

„Ég er á því stigi í lífinu þar sem rétt er að flytja mig á næsta stig ferils míns – bæði í golfi og viðskiptum.  Ég er á kafi í fjölda spennandi viðskiptaverkefna, margra sem Horizon kom í kring og eftir því sem landslagið þróast, svo verð ég líka að gera.“

„Ég vil sérstaklega þakka conor Ridge og öllu Horizon teyminu fyrir framsýni þeirra, ráðgjöf og skuldbindingu við golfferil minn og viðskipti s.l. 7 ár.“

„Heilindi þeirra og atvinnumennska eru einkenni alls sem Horizon stendur fyrir. Ég hlakka til áframhaldandi vináttu þeirra og stuðnings á næstu árum.“