Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2015 | 14:00

GM: Styrktarmót fyrir EM keppnisliðið

Styrktarmót vegna þátttöku karlasveitar GM á Evrópumóti golfklúbba fer fram sunnudaginn 13. september á Hlíðavelli. Verkefni eins og þetta er kostnaðarsamt og því vonumst við eftir stuðningi sem flesta enda eiga strákarnir okkar það fyllilega skilið.
Með sigri GM í sveitakeppni GSÍ öðlaðist klúbburinn þátttökurétt á Evrópumóti golfklúbba sem fram fer á Kýpur dagana 22.-24. október. Liðið skipa 3 einstaklingar en fyrir hönd GM keppa þeir Björn Óskar Guðjónsson, Kristján Þór Einarsson og Theodór Emil Karlsson en þér hafa allir leikið vel í sumar.

Í fréttatilkynningu frá GM segir að strákarnir ætli sér stóra hluti á mótinu og munu leggja hart að sér við æfingar fram að keppni. Við vonumst því eftir að sem flestir séu tilbúnir til þess að taka þátt í frábæru golfmóti og í leiðinni styrkja okkar bestu kylfinga.

Leikið verður með Texas Scramble fyrirkomulagi og verða glæsileg verðlaun fyrir efstu sætin ásamt nándarverðlaunum á öllum par 3 brautum. Hæst er gefin forgjöf 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Tveir spila saman í liði og samanlögð leikforgjöf deilt með 4. Lið getur ekki fengið hærri forgjöf en forgjafalægri kylfingurinn hefur.
Skráning fer fram á golf.is.