Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2017 | 12:00

GM: Magnús Ingvason fékk ás!!!

Magnús Ingvason, félagi í Golfklúbbi Mosfellsbæjar (GM) gerði sér lítið fyrir og  fór holu í höggi á 18. holu Hlíðavallar 4. júlí sl.!

Þetta er líklega fyrsta skipti sem einhver fer holu í höggi á nýju 18. holunni á Hlíðavelli.

Átjánda brautin er par-3 og 141 m löng af gulum teigum.

Galdrakylfa Magnúsar var níu járn og næsta víst að Magnús mun halda upp á þessu kylfu í framtíðinni.

Golf 1 óskar Magnúsi til hamingju með draumahöggið!!!