Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2015 | 10:20

GM: Kvennapúttmót í kvöld 5. febrúar 2015

Á facebook síðu Golfklúbbs Mosfellsbæjar (GM) mátti lesa eftirfarandi frétt í dag, 5. febrúar 2015:

Við minnum allar félagskonur á púttið í kvöld.

Mótið hefst kl. 20.00 og stendur fram eftir kvöldi.

Um er að ræða mótaröð og verða alls 8 púttmót og munu 5 bestu mótin hjá hverri konu gilda.

Mótsgjald í mótaröðina er 2.000 kr.

Við hvetjum GM konur til að fjölmenna í kvöld!