Kristofer Karl Karlsson, GKJ. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2015 | 16:44

GM: Kristófer Karl og Werner sigruðu í Þjarkamótinu

Þjarkamót GM 2015 mót fyrir sjálfboðaliða á vinnukvöldi og annari sjálfboðavinnu fyrir klúbbinn fór fram á síðasta vetrardag, 23. apríl s.l.  og mættu 22 manns í mótið.
Leiknar voru 12 holur inná sumarflatir og urðu úrslit þessi:

Höggleikur án forgjafar:
Kristófer Karl Karlsson, 44 högg eða 2 yfir pari

Punktakeppni m/forgjöf:
Werner Johnslöv, 25 punkta
Guðni S. Óskarsson, 22 punkta
Jóhann B. Hjörleifsson, 21 punkt

Næstur holu á par 3 brautunum:
á 1. holu Kristinn G. Ólafsson, 6,95 m frá holu
á 12. holu Bragi Jónsson,m 2,97 m frá holu
á 15. holu Snorri Kjartansson, 8,69 m frá holu