Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2017 | 20:00

GM: Heiða og Kristján Þór klúbbmeistarar GM 2017

Meistaramót Golfklúbbs Mosfellsbæjar fór fram 3.-8. júlí 2017 og voru 210 félagsmenn, sem tóku þátt.

Ekki var hægt að kvarta yfir veðrinu fyrstu tvo daga mótsins en aðeins fór að bæta í vindinn þegar leið á mótið, hinsvegar voru veðurguðirnir með GM-ingum síðasta daginn og sást það vel á skorunum sem komu inn.

Einnig er gaman að segja frá því að Magnús Ingvason fór fyrstur mann holu í höggi á nýju 18. brautinni og vann hann nándarverðlauna keppnina sem var haldin alla vikuna enda er ansi erfitt að bæta holu í höggi.

Svo voru það hjónin Karólína Margrét og Guðjón Björn sem bæði unnu sína flokka, ekki oft sem það gerist að hjón vinna bæði í Meistaramóti.

Kristján Þór og Björn Óskar áttu í svakalegu einvígi allt mótið og er hægt að segja að þeir hafi verið í sérflokki.
Saman voru þeir með 40 fugla og 3 erni á fjórum dögum sem er þó nokkuð meira en kylfingar eru vanir að sjá.

Klúbbmeistarar GM 2017 eru: Heiða Guðnadóttir og Kristján Þór Einarsson.

Hér að neðan er hægt að sjá efstu þrjá í hverjum flokki fyrir sig:

Meistaraflokkur karla

1. sæti – Kristján Þór Einarsson, 279 högg
2. sæti – Björn Óskar Guðjónsson, 280 högg
3. sæti – Theodór Emil Karlsson, 290 högg

Meistaraflokkur kvenna

1. sæti – Heiða Guðnadóttir, 303 högg
2. sæti – Nína Björk Geirsdóttir, 313 högg
3. sæti – Arna Rún Kristjánsdóttir, 335 högg

1. flokkur karla

1. sæti – Gunnar Ingi Björnsson, 309 högg
2. sæti – Þór Gunnlaugsson, 312 högg
3. sæti – Elfar Rafn Sigþórsson, 322 högg

1. flokkur kvenna

1. sæti – Hekla Ingunn Daðadóttir, 357 högg (vann eftir þriggja holu umspil)
2. sæti – Margrét Óskarsdóttir, 357 högg
3. sæti – Guðrún Leósdóttir, 373 högg

2. flokkur karla

1. sæti – Árni Brynjólfsson, 326 högg
2. sæti – Vignir Þór Birgisson, 329 högg
3. sæti – Sævar Ómarsson, 344 högg

2. flokkur kvenna

1. sæti – Sigríður María Torfadóttir, 375 högg
2. sæti – Agnes Ingadóttir, 396 högg
3. sæti – Vala Valtýsdóttir, 402 högg

3. flokkur karla

1. sæti – Daníel Ingi Guðmundsson, 340 högg
2. sæti – Ólafur Ingvar Guðfinnsson, 346 högg
3. sæti – Páll Ásmundsson, 357 högg

3. flokkur kvenna

1. sæti – Ingunn Erla Kristinsdóttir, 139 punktar
2. sæti – Elín Gróa Karlsdóttir, 134 punktar
3. sæti – Inga Hrund Arnardóttir, 132 högg

4. flokkur karla

1. sæti – Smári Freyr Jóhannsson, 373 högg
2. sæti – Ásgeir Halldórsson, 383 högg
3. sæti – Jón Axel Pétursson, 386 högg

5. flokkur karla

1. sæti – Guðjón Björn Haraldsson, 144 punktar
2. sæti – Jón Gunnar Axelsson, 128 punktar
3. sæti – Gunnlaugur Sighvatsson, 127 punktar

Öldungaflokkur 70 og eldri

1. sæti – Bergsteinn Pálsson, 264 högg
2. sæti – Kristján Hafsteinsson, 277 högg
3. sæti – Sigurður Ingólfsson, 279 högg

Öldungaflokkur 70 og eldri m. fgj.

1. sæti – Sigurður Ingólfsson, 231 högg nettó
2. sæti – Jón H Ólafsson, 235 högg nettó
3. sæti – Paul Bjarne Hansen, 240 högg nettó

Öldungaflokkur 50 og eldri karla

1. sæti – Guðni Þórir Walderhaug, 245 högg (vann eftir þriggja holu umspil)
2. sæti – Hans Óskar Isebarn, 245 högg
3. sæti – Ásbjörn Þ Björvinsson, 246 högg

Öldungaflokkur 50 og eldri karla m. fgj.

1. sæti – Guðni Þórir Walderhaug, 209 högg nettó
2. sæti – Jóhann B Hjörleifsson, 216 högg nettó
3. sæti – Þórður Möller, 218 högg nettó

Öldungaflokkur 50 og eldri konur

1. sæti – Karólína Margrét Jónsdóttir, 284 högg
2. sæti – Sigurborg Svala Guðmundsdóttir, 290 högg
3. sæti – Þuríður E Pétursdóttir, 291 högg

Öldungaflokkur 50 og eldri konur m. fgj.

1. sæti – Stefanía Eiríksdóttir, 227 högg nettó
2. sæti – Sigurborg Svala Guðmundsdóttir, 230 högg nettó
3. sæti – Karólína Margrét Jónsdóttir, 233 högg nettó

Drengir 15-16 ára

1. sæti – Arnór Daði Rafnsson, 329 högg
2. sæti – Helgi Freyr Davíðsson, 376 högg

Strákar 13-14 ára

1. sæti – Aron Ingi Hákonarson, 226 högg
2. sæti – Tristan Snær Viðarsson, 261 högg
3. sæti – Guðmundur Páll Baldursson, 286 högg

Hnokkar 11-12 ára

1. sæti – Eyþór Björn Emilsson, 176 högg
2. sæti – Markús Ingi Ingvarsson, 217 högg

Hnokkar 10 ára og yngri

1. sæti – Ásþór Sigur Ragnarsson, 101 högg
2. sæti – Hrólfur Örn Viðarsson, 123 högg

Stelpur 13-14 ára

1. sæti – Margrét K Olgeirsdóttir Ralston, 284 högg
2. sæti – María Eir Guðjónsdóttir, 302 högg
3. sæti – Katrín Sól Davíðsdóttir, 316 högg

Hnátur 11-12 ára

1. sæti – Sara Kristinsdóttir, 230 högg
2. sæti – Berglind Erla Baldursdóttir, 248 högg
3. sæti – Dagbjört Erla Baldursdóttir, 256 högg

Hnátur 10 ára og yngri

1. sæti – Eva Kristinsdóttir, 116 högg
2. sæti – María Rut Gunnlaugsdóttir, 117 högg