GM: Gunnar Ingi Björnsson ráðinn framkvæmdastjóri
Á facebook síðu Golfklúbbs Mosfellsbæjar (GM) má lesa eftirfarandi frétt:
„Golfklúbbur Mosfellsbæjar (GM) varð til við sameiningu Golfklúbbsins Kjalar og Golfklúbbs Bakkakots í desember síðastliðunum. Við sameiningu varð til fjórði stærsti klúbbur landsins með um 1150 félagsmenn og tvö vallarsvæði til umráða. Framundan eru spennandi tímar hjá klúbbnum en nýverið var undirritaður samningur við Mosfellsbæ um uppbyggingu íþróttamannvirkja á báðum vallarsvæðum klúbbsins.
Í ljósi aukinna umsvifa golfklúbbsins hefur stjórn klúbbsins unnið að framtíðarskipulagi á starfsemi hans, meðal annars til að takast á við þá uppbyggingu og sókn sem framundan er. Stjórn hefur gengið frá ráðningu Gunnars Inga Björnssonar í stöðu framkvæmdastjóra og mun hann leiða uppbyggingu klúbbsins og daglegan rekstur hans. Haukur Hafsteinsson sem starfað hefur sem framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Kjalar undanfarin ár tekur við starfi skrifstofustjóra hjá GM.
Gunnar Ingi hefur undanfarin ár verið stjórnarformaður Golfklúbbs Bakkakots. Jafnframt hefur hann sinnt þar starfi framkvæmdastjóra fyrir hönd stjórnar og stýrt daglegri starfsemi klúbbsins. Gunnar er núverandi varaformaður í stjórn GM en hefur ákveðið að stíga til hliðar við þessa ráðningu og mun stjórn tilkynna á næstu dögum um breytingar á stjórn í framhaldi af því.
Gunnar Ingi hefur unnið ötullega að sameiningu klúbbanna ásamt því að hafa starfað innan stjórnar GOB í 10 ár. Það er því mikill fengur fyrir klúbbinn að fá Gunnar til starfa þar sem hann þekkir vel til reksturs beggja vallarsvæða og þeirrar framtíðarsýnar sem stjórn klúbbsins hefur. Gunnar hefur ennfremur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og þekkir vel til í bæjarlífinu í Mosfellsbæ en hann hefur starfað til fjölda ára sem þjálfari hjá yngri flokkum Aftureldingar í handboltanum ásamt störfum sínum tengdum golfi í bæjarfélaginu.
Gunnar Ingi mun hefja störf nú þegar og býður stjórn GM Gunnar velkominn til starfa.
Fyrir hönd stjórnar GM,
Guðjón Karl Þórisson, formaður„
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
