Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2018 | 14:00

GM: Flottir vinavellir

Á vefsíðu Golfklúbbs Mosfellsbæjar (GM) hefir að undanförnu verið kynning á vinavöllum GM.

Meðal vinavalla GM eru Katlavöllur á Húsavík og Hagavöllur á Seyðisfirði.

Hér er um að ræða, að öðrum 9 holu golfvöllum ólöstuðum, einhverja þá flottustu á landinu.

Nú í sumar er um að gera að bregða sér austur á land og fara norður fyrir alla leið til Húsavíkur og þaðan á Hagavöll á Seyðisfirði … og spila þessa flottu velli .

Ekki úr vegi að kynna sér aðra góða velli í leiðinni s.s. Hamarsvöll í Borgarnesi, Glanna og Skriflu, Vatnahverfisvöll á Blönduósi og e.t.v. vellina á Skagaströnd, Sauðárkróki og Siglufirði líka og síðan Jaðarsvöll á Akureyri, Ásbyrgisvöll og Ekkjufellsvöll á Egilsstöðum! E.t.v. fleiri, allt eftir því hve golfferðin er löng.

Það eru margar perlur meðal íslenskra golfvalla, sem vert er að prófa og njóta!!!

Hagavöllur á Seyðisfirði. Mynd: GM

Aðalfréttagluggi: Af Katlavelli með tignarlega Kinnarfjöll í baksýn. Mynd: GM