Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2016 | 20:00

GM: Anton Ingi sigraði á Opna Vorboðanum

Í gær, 16. apríl 2016 fór fram Opni Vorboðinn, punktamót hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar.

Það var Norðanmaðurinn Anton Ingi Þorsteinsson, GA, sem kom, sá og sigraði.

Hann var bæði á fínu skori, 75 höggum og sigraði í punktakeppninni var með 39 punkta (20 19).

Í 2. sæti, einnig á 39 punktum (21 18) var Dagur Þórhallsson úr GKG.

Í 3. sæti var síðan Sveinn Snorri Sverrisson, GKB á 38 punktum (16 22).  Haraldur Sverrisson, GM var einnig á 38 punktum en með færri punkta á seinni 9 (18 20).

Alls luku 127 kylfingar leik í mótinu; þar af 14 kvenkylfingar. Af þeim stóð sig best Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, en hún var á 35 punktum (15 20). Á sama punktafjölda var Auður Ósk Þórisdóttir, GM, en hún var bara með færri punkta á seinni 9 (18 17).

Sjá má úrslit að öðru leyti úr Opna Vorboðanum með því að SMELLA HÉR: