Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2015 | 11:00

GM: Anna Björk og Lárus sigruðu á 4. vetrarmótinu

Vetrarmót 4 fór fram hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar (GM) laugardaginn 31. október.

Alls tóku 88 keppendur þátt í mótinu en færri komust að en vildu.

Aðstæður til golfiðkunar voru með besta móti og leikið var inn á sumarflatir. Helstu úrslit mótsins urðu þessi:
Höggleikur
1. sæti – Lárus Sigvaldason 72 högg
2. sæti – Jón Hilmar Kristjánsson 74 högg
3. sæti – Jónas Baldursson 75 högg
Punktakeppni
1. sæti – Anna Björk Hyldal Sveinsdóttir 43 p.
2. sæti – Sveinn Jóhannesson 41 p.
3. sæti – Sölvi Sölvason 40 p.
Nándarverðlaun á 1. braut
Unnur Pétursdóttir 40 cm
Næsta mót Vetrarmótaraðarinnar fer fram næstkomandi laugardag, 7. nóvember.