Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2018 | 04:00

Global Junior Golf: Ungu íslensku kylfingarnir 6 hafa lokið keppni á Spáni

Sex íslenskir kylfingar úr Golfklúbbnum Hamri á Dalvík (GHD) og Golfklúbbi Selfoss (GOS) tóku þátt á European Spring Junior mótinu, sem er hluti af Global Junior Golf mótaröðinni.

Þetta voru þær: Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD og Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS og Arnór Snær Guðmundsson, GHD; Aron Emil Gunnarsson, GOS; Pétur Sigurdór Pálsson, GOS og Yngvi Marínó Gunnarsson, GOS.

Mótið fór fram dagana 3.-6. apríl 2018 og lauk því í gær.

Keppendur voru 58 í pilta- og 27 í stúlknaflokki.

Mótsstaður var La Serena Golf Resort í Murcia, á Spáni.

Best af íslensku keppendunum stóðu sig Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD, sem náði 9. sætinu í stúlknaflokki og Aron Emil Gunnarsson, GOS, sem varð í 12. sæti í piltaflokki.

Bara það að taka þátt í svona sterku unglingamóti er gott upp á reynslubankann og má segja að íslensku keppendurnir hafi allir staðið sig með prýði!

Lokaskor og sætistala íslensku keppendanna var eftirfarandi:

Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD, 19 yfir pari, (80 76 79) T-9.
Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS, 26 yfir pari (83 75 84 ) T-14.
Aron Emil Gunnarsson, GOS, 14 yfir pari, (77 76 77) T-12.
Arnór Snær Guðmundsson, GHD, 18 yfir pari (73 78 83) T-20.
Pétur Sigurdór Pálsson, GOS, 42 yfir pari (86 85 87) 52. sæti.
Yngvi Marinó Gunnarsson, GOS, 46 yfir pari (94 81 87) T-53.

Sigurvegarar í mótinu voru í piltaflokki Bob Geurts frá Hollandi með skor upp á 3 undir pari (70 69 74) og í stúlknaflokki heimakonan Valentína Albertazzi, frá Spáni, á samtals 5 yfir pari (73 71 77).

Sjá má lokastöðuna í European Spring Junior mótinu með því að SMELLA HÉR: 

 

Aðalfréttagluggi: Keppendurnir 6 á Spáni. Mynd: Hlynur Geir Hjartarson.