Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2018 | 18:00

Global Junior Golf: 6 ungir íslenskir kylfingar við keppni á Spáni

Sex íslenskir kylfingar úr Golfklúbbnum Hamri á Dalvík (GHD) og Golfklúbbi Selfoss (GOS) taka þátt á European Spring Junior mótinu, sem er hluti af Global Junior Golf mótaröðinni.

Þetta eru þær: Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD og Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS og  Arnór Snær Guðmundsson, GHD; Aron Emil Gunnarsson, GOS; Pétur Sigurdór Pálsson, GOS og Yngvi Marínó Gunnarsson, GOS.

Mótið fer fram dagana 3.-6. apríl 2018 og lýkur því á morgun.

Keppendur eru 58 í pilta- og 27 í stúlknaflokki.

Mótsstaður er La Serena Golf Resort í Murcia, á Spáni.

Best eru GHD-ingarnir búnir að standa sig en Amanda Guðrún er í 10. sæti eftir 2. dag á samtals 12 yfir pari, 156 höggum (80 76) og Arnór Snær stendur sig best af piltunum en hann er í 12. sæti af 58 á samtals 7 yfir pari, 151 höggi (73 78).

Skor annarra keppenda er eftirfarandi:

Heiðrún Anna Hlynsdóttir, 12. sæti eftir 2. dag á samtals 14 yfir pari, 159 höggum (83 75). Þess mætti geta að Heiðrún Anna náði næstbesta skori íslensku keppendanna í dag +3 eða 75 glæsihögg og aðeins Arnór Snær sem hefir átt betra skor, fyrsta daginn, sem hann lék á +1 73 höggum! Glæsilegur hringur hjá Heiðrúnu Önnu!!!

Í efsta sæti í stúlknaflokki eftir 2. dag er heimakonan Valentína Albertazzi á sléttu pari, 144 höggum (73 71).

Í piltaflokki eru önnur úrslit sem hér segir: 

Aron Emil Gunnarsson, 18. sæti á 9 yfir pari, 153 höggum (77 76).

Pétur Sigurdór Pálsson, 50. sæti á 27 yfir pari, 111 högg (86 85).

Yngvi Marinó Gunnarsson, 54. sæti á 31 yfir pari, 115 höggum (94 81).

Í efsta sæti í piltaflokki eftir 2. dag er Bob Geurts frá Hollandi á 5 undir pari, 139 höggum (70 69).

Mótinu lýkur, sem segir, á morgun, föstudaginn 6. apríl 2018.

Aðalfréttagluggi: Keppendurnir 6 á Spáni. Mynd: Hlynur Geir Hjartarson.