Hlynur Bergsson, GKG. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2017 | 12:00

Global Junior: 5 kylfingar úr GKG stóðu sig vel í Svíþjóð!!! Hlynur Bergs sigraði!!!

Fimm kylfingar úr GKG kepptu á Swedish Junior Classic, sem er hluti af Global Junior mótaröðinni í Svíþjóð.

Mótið stóð dagana 4.-6. ágúst á Uppsala golfvellinum í Söderby og lauk í gær.

Kylfingarnir 5, sem kepptu voru eftirfarandi: Gunnar Blöndal Guðmundsson, Hlynur Bergsson, Ingi Rúnar Birgisson, Jón Arnar Sigurðarson og Ragnar Áki Ragnarsson.

Einnig var Henning Darri Þórðarson úr Keili skráður til leiks, en þurfti að hætta keppni.

Hlynur sigraði í sínum flokki, lék á samtals 4 undir pari, 215 höggum (75 71 69)

Glæsilegt hjá Hlyn!!!

Sjá má lokastöðuna á Swedish Junior Classic með því að SMELLA HÉR: