Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2019 | 17:00

Gleðilegt sumar!

Í dag er frídagur, Sumardagurinn fyrsti og og því miður ekkert mikið um opin golfmót, enda veturinn búinn að vera óvenjuharður og sumarið virðist fara seint af stað.

Þó voru auglýst fleiri mót í ár, en mörg undanfarin ár, eða 4. Þau eru eftirfarandi:

25.04.19 GS Opna sumardagsmót GS Texas scramble 1 Almennt
25.04.19 GM *****Opna Golfkúlur.is (Betri bolti)***** Betri bolti 1 Almennt
25.04.19 GHR Vorkoma Höggleikur með forgjöf 1 Innanfélagsmót
25.04.19 GB Tiltektarmótið Punktakeppni 1 Innanfélagsmót

Aðeins 2 af þessum 4 eru opin mót, en hin innanfélagsmót – en samt þetta er miklu betra en á undanförnum árum og boðar vonandi gott!!!

Golf 1 óskar öllum kylfingum góðs golfsumars með mörgum skemmtilegum golfhringjum og tilheyrandi forgjafarlækkunum!

Megið þið öll ná takmarki ykkar í sumar!