Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2018 | 09:00

Gleðilegt sumar 2018!

Í dag er frídagur, Sumardagurinn fyrsti og tvö mót á dagskrá:

19.04.18 GHR Vorkoma Höggleikur með forgjöf 1 Innanfélagsmót
19.04.18 GS Opna Sumarmót GS Texas scramble 1 Almennt

Í fyrra voru engin golfmót á dagskrá vegna veðurs, hvassviðris, rigningar og slyddu og reyndar snjókomu á Bolungarvík.

Það er af sem áður var. Vonandi er að golfsumarið 2018 verði öllum gott og skemmtilegt.

Golf 1 óskar öllum kylfingum eftirminnilegs golfsumars með mörgum yndislegum golfhringjum og tilheyrandi forgjafarlækkunum! Megið þið öll ná takmarki ykkar í sumar!!!

Aðalfréttagluggi: Þjóðarblóm Íslendinga – Holtasóley.