Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 31. 2011 | 11:50

Gleðilegt nýtt ár 2012!

Golf 1 óskar lesendum sínum svo og öllum kylfingum nær og fjær gleðilegs nýs árs 2012,  með mörgum gleðistundum í golfi á komandi ári.

Gleðilegt nýtt ár 2012! Með þökk fyrir árið sem er að líða. Golf 1.

Á því stutta 3 mánaða skeiði, þessum 98 dögum sem Golf 1.is hefir verið starfandi hafa birtst 850 fréttir, þ.á.m. 30 myndaseríur og hátt  á 4. tug viðtala við innlenda sem erlenda kylfinga og mikill fjöldi sem bíður birtingar.

Kylfingar innanlands, sem og vaxandi fjöldi erlendra kylfinga hafa tekið þessum yngsta golffréttavef Íslands framúrskarandi vel og umferð um vefinn ekkert nema aukist frá því hann hóf starfsemi 25. september 2011.

Bryddað hefir verið upp á þeirri nýbreytni að birta kynningarefni um íslenskt golf og annað golftengt efni á ensku, í sérstökum enskum hluta Golf1.is. Sá hluti á eftir að verða mun umfangs- og efnismeiri á árinu 2012, enda hefir hann hlotið fádæma góðar undirtektir. Ýmsar nýjungar eru einnig á döfinni á Golf1.is, sem kynntar verða síðar.

Golf1.is fer nú í nýársdagsfrí og munu nýjar golffréttir ekki birtast fyrr en árla morguns á nýju ári, 2. janúar 2012.

Kærar þakkir fyrir frábærar viðtökur – Hafið það gott! – Komist öll slysalaust yfir ársskiptin með bestu óskum um heilbrigði og hamingju 2012.

Ragnheiður Jónsdóttir, ritstjóri Golf 1.