Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2023 | 07:00

Gleðilegan 17. júní 2023!

Gleðilegan Þjóðhátíðardag!

Golf 1 óskar lesendum sínum, kylfingum sem öðrum gleðilegs Þjóðhátíðardags!

Á þessum degi fagna Íslendingar fæðingu Jóns Sigurðssonar frelsishetju Íslands í sjálfstæðisbaráttunni, en á fæðingardegi hans 1944 var lýðveldið Ísland stofnað á Þingvöllum.

Jón Sigurðsson var fæddur 17. júní 1811 á Hrafnseyri við Þingeyri og hefði orðið 212 ára í dag!

Í dag, 17. júní fagna Íslendingar sjálfstæði sínu.

Í dag fyrir ári síðan var  gul veðurviðvörun um allt land; spáð rigningu og stormi, en þó voru 24 mót á dagskrá á mótaskránni, sem flestum var aflýst

Í hitteðfyrra (2021) voru í boði 7 mót; 13 voru í boði (2020) og 12 árið 2019.

Í dag er rigningaveður hér sunnanlands og 16 mót á dagskrá í mótaskránni – þau sem eru opin eru 7: Opna Icelandair 17. júní mótið hjá Nesklúbbnum; Opið mót hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja, Þórsnes Open Texas Scramble mót hjá Mostra í Stykkishólmi; 17. júní Texas Scramble mót hjá Golfklúbbi Patreksfjarðar; 17. júní mót Golfklúbbs Hólmavíkur (sem er fagnaðarefni að klúbburinn skuli halda mót!!!); Golfmót Egersund hjá Golfklúbbi Byggðarholts á Eskifirði (60 skráðir í mótið!!!) og 17. júní mótið hjá Golfklúbbi Álftanessþ

Innanfélagsmót og önnur mót sem á dagsskrá eru, eru níu (9) talsins:

  1. Tóftabóndinn hjá GG
  2. Hjóna- og parakeppni GR 2023
  3. Afmælismót GO
  4. 30 ára afmælismót GKB
  5. Hattamót GÖ
  6. Jónsmessan 2023 GK
  7. Jónsmessumót GF 2023
  8. 17. júní mót Golfvina GM
  9. Bjórmótið – Innanfélagsmót – Golfklúbbur Húsafells (GHF) (Þessu ber að fagna að klúbburinn haldi mót!!! – Áfram svona!!!!