Haraldur Franklín Magnús. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 18. 2014 | 16:00

Glæsilegur árangur hjá Haraldi Franklín!

Haraldur Franklín Magnús, GR, er sá eini af 4 íslenskum þáttakendum sem komst áfram í holukeppnishluta Opna breska áhugamannamótsins!

Glæsilegur árangur þetta hjá Haraldi Franklín!!!

Höggleikshluti mótsins var leikinn á á Írlandi á tveimur golfvöllum: Royal Portrush og Portstewart.

Haraldur Franklín var samtals 3 yfir pari, 144 höggum (73 71) og varð í 35. sæti.

Efstu 64 eftir 2 daga höggleik og þeir sem jafnir eru í 64. sætinu komast áfram í holukeppnishluta keppninnar. Sigurvegari úr þeim hluta hlýtur þátttökurétt á Opna breska og hefð hefir verið fyrir því að sigurvegarinn hefir hlotið boð til að taka þátt í The Masters risamótinu.   Frábært hjá Haraldi Franklín!!!

Niðurskurður er miðaður við samtals 4 yfir pari.

Til þess að fylgjast stöðunni á Opna breska áhugamannamótinu SMELLIÐ HÉR: