Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 4. 2012 | 17:54

GL: Veggir vélaskemmu GL komnir upp

Í gær (3. mars 2012) kom saman vaskur hópur félagsmanna GL og reistu veggi vélaskemmu GL.

Veggeiningar er forsteyptar frá Smellinn og tók það um 8 klst. að reisa veggeiningarnar  af þessari 500 m2  vélaskemmu.

Byggingarnefnd GL þakkar þeim sem komu, fyrir aðstoðina við þetta  verk enda er það ómetanlegt fyrir GL að hafa svona kraftmikinn hóp innan sinna vébanda.

Framkvæmdir við vélskemmu GL eru komnar mjög vel af stað, næsti verkþáttur er að  koma fyrir lögnum í gólf og steypa gólfplötu.

Meðfylgjandi myndir tók Hörður Kári þegar var verið að leggja síðustu hönd á verkið í gær.