Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2015 | 18:00

GL: Opna Helena Rubinstein mótið fór fram 27. júní sl. – Úrslit

Hið árlega Opna Helena Rubinstein mót fór fram í ágætis veðri, á Garðavelli á Akranesi laugardaginn 27. júní síðastliðinn. Um 70 konur tóku þátt í mótinu og kepptu um glæsilega vinninga, Helena Rubinstein snyrtivörur. Gríðarleg barátta var um efstu sætin í öllum flokkum en úrslit mótsins voru eftirfarandi:

Leikforgjöf 0-17,9:
1. sæti: Hildur Nielsen GKG 33 punktar
2. sæti: Anna Snædís Sigmarsdóttir GK 32 punktar
3. sæti: Helga Þorvaldsdóttir GR 30 punktar (fleiri punktar en Ingibjörg á seinni 9 holunum)
4. sæti: Ingibjörg Ketilsdóttir GR 30 punktar

Leikforgjöf 18- 27,9:
1. sæti: Þóra Pétursdóttir GM 37 punktar
2. sæti: Björg Guðrún Bjarnadóttir GM 36 punktar
3. sæti: Þóranna Halldórsdóttir GL 36 punktar (fleiri punktar en hjá Ellu Maríu á seinni 9 holunum)
4. sæti: Ella María Gunnarsdóttir GL 36 punktar

Leikforgjöf 28-36:
1. sæti: Kolbrún Haraldsdóttir GVG 35 punktar
2. sæti: Edda Elíasdóttir GL 33 punktar (fleiri punktar en hjá Soffíu á seinni 9 holunum)
3. sæti: Soffía Margrét Pétursdóttir GL 33 punktar
4. sæti: Brynja Guðmundsdóttir GL 32 punktar

Í mótinu voru veitt vegleg nándarverðlaun á öllum par 3 brautum vallarins. Nándarverðlaunin fengu þær:
3. braut: Arna Magnúsdóttir GL 1,25 m.
8. braut: Svava Skúladóttir GK 0,39 m.
14. braut: Hildur Magnúsdóttir GL 2,84 m.
18. braut: Ella María Gunnarsdóttir GL 2,62 m.

Auk þessa fengu fimm heppnar konur veglega vinninga þegar dregið var úr skorkortum.

Kvennanefnd Leynis þakkar öllum þátttakendum kærlega fyrir þátttökuna í mótinu sem og heildversluninni Terma ehf og Versluninni Bjarg á Akranesi fyrir veglegan stuðning við mótið í ár sem og undanfarin ár. Þá er þeim sem hjálpuðu til við mótahaldið með einum eða öðrum hætti jafnframt færðar bestu þakkir.
Myndir frá mótinu og öðrum viðburðum hjá kvennanefnd Leynis má nálgast á Facebooksíðu Leyniskvenna:

Sjá með því að SMELLA HÉR: