GL: Kjörinu á Íþróttamanni Akraness frestað um óákveðinn tíma – Valdís Þóra tilnefnd af hálfu GL
Í dag, Þrettándanum átti að fara fram kjör á Íþróttamanni Akraness, en undafarin 4 ár hefir kylfingurinn, Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, hlotið heiðurinn af því að vera kjörin. Í ár er hún enn tilefnd af hálfu GL – en nú hefir kjörinu verið frestað um óákveðinn tíma.
Eftirtaldir 16 aðir íþróttamenn voru tilnefndir af sínum félögum í kjörið að þessu sinni:
1. Badmintonmaður ársins: Egill Guðvarður Guðlaugsson
2. Fimleikamaður ársins: Ástrós Líf Rúnarsdóttir
3. Hestaíþróttamaður ársins: Jakob S. Sigurðsson
4. Hnefaleikamaður ársins: Arnór Már Grímsson
5. Íþróttamaður Þjóts: Anton Kristjánsson
6. Íþróttamaður Umf. Skipaskaga: Jófríður Ísdís Skaftadóttir
7. Karatemaður ársins: Aðalheiður Rósa Harðardóttir
8. Keilumaður ársins: Kristján Arne Þórðarson
9. Knattspyrnumaður ársins: Reynir Leósson
10. Knattspyrnukona ársins: Valgerður Helgadóttir
11. Knattspyrnumaður Kára: Almar Björn Viðarsson
12. Kraftlyftingamaður ársins: Einar Örn Guðnason
13. Körfuknattleiksmaður ársins: Áskell Jónsson
14. Skotmaður ársins: Berglind Björgvinsdóttir
15. Sundmaður ársins: Inga Elín Cryer
16. Vélhjólaíþróttamaður ársins: Jóhann Pétur Hilmarsson
Á heimasíðu ÍA var eftirfarandi tilkynning um frestun á kjörinu á Íþróttamanni Akraness:
„Því miður frestast kjörið á íþróttamanni Akraness fyrir árið 2011 um óákveðinn tíma. Ný tímasetning verður auglýst fljótlega. Málið (var) að þrettándagleðin sem Akraneskaupstaður hefur umsjón með (var) færð fram á fimmtudaginn (í gær). Sá tími setti okkur hjá ÍA í afar erfiða stöðu varðandi kjörið á Íþróttamanni Akraness þar sem tvær af okkar helstu kandídötum verða ekki til staðar. Á fimmtdagskvöldið (var) kjörið á íþróttamanni ársins á Íslandi og þar (var) Aðalheiður Rósa fulltrúi okkar sem karatekona ársins. Við teljum að það sé óvirðing að okkar hálfu að færa okkar kjör ofaní þann viðburð. Einnig er Inga Elín sundkona í æfingaferð og kemur á sunnudagsnótt. Með frestun fram yfir helgi hefðum við getað gefið henni kost á að vera viðstödd kjörið. Þessar tvær íþróttakonur hafa ásamt Valdísi Þóru verið í topp þrem sætunum undanfarin ár og eru sigurstranglegar fyrir árið 2011.
Það er okkur vonbrigði að þrettándagleðinni skuli ekki hafa verið frestað fram yfir helgi eins og við óskuðum eftir og fordæmi eru fyrir. Þessir tveir viðburðir, þrettándagleðin og kjör Íþróttamanns Akraness hafa farið vel saman undanfarin ár. Það hefur gert okkur kleift að bjóða öllum bæjarbúum að vera viðstaddir kjörið á íþróttamanni Akraness. Íþróttastarfið skipar jú stóran sess í bæjarlífinu og snertir flesta bæjarbúa á einn eða annan hátt. Við skiljum alveg þann (hafa) viljað til að nýta gott veðurútlit á fimmtudaginn og klára brennu og flugeldasýningu. En fyrir okkur er aðalatriðiðað að skapa ánægjulegan viðburð fyrir okkar íþróttafók og ná jafnframt til sem flestra sem vilja fylgjast með kjörinu. Framkvæmdastjórn ÍA er því einhuga um að finna kjöri íþróttamanns Akraness fyrir árið 2011 annan vettvang að þessu sinni. Við hefjumst strax handa við að undirbúa það og munum auglýsa breytt fyrirkomulag sem allra fyrst.“
Heimild: www.ia.is
- ágúst. 13. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2022)
- ágúst. 13. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Ben Hogan og Garðar Rafn Halldórsson – 13. ágúst 2022
- ágúst. 13. 2022 | 15:00 Evróputúrinn: Haraldur Franklín á -1 á ISPS Handa World Inv. e. 3. dag
- ágúst. 12. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birgit Henriksen – 12. ágúst 2022
- ágúst. 11. 2022 | 18:00 GSÍ: Fjöldi kylfinga á Íslandi aldrei verið meiri
- ágúst. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Helga Laufey Guðmundsdóttir – 11. ágúst 2022
- ágúst. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ellý Steinsdóttir – 10. ágúst 2022
- ágúst. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erna Elíasdóttir —– 9. ágúst 2022
- ágúst. 9. 2022 | 14:00 Ágúst Ársælsson klúbbmeistari í Svíþjóð
- ágúst. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2022
- ágúst. 8. 2022 | 08:00 Evróputúrinn: Callum Shinkwin sigraði á Cazoo Open
- ágúst. 7. 2022 | 20:00 AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!
- ágúst. 7. 2022 | 17:30 Íslandsmótið 2022: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar 2022!!!
- ágúst. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2022
- ágúst. 7. 2022 | 15:15 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 og Bjarki T-35 á Vierumäki Finnish Challenge