Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2015 | 12:00

GL: Ingi Rúnar og Aron Skúli sigruðu á Opna Guinness

Í gær 4. júlí 2015 fór fram hið árlega Opna Guinness mót í tenglsum við Írska daga á Akranesi.

Veðrið var frábært og vallaraðstæður gerast ekki betri.

Þátttakendur voru 70 lið eða alls 140 kylfingar.  Það voru feðgarnir Ingi Rúnar og Aron Skúli sem sigruðu á 58 höggum nettó!

Úrslit voru eftirfarandi:
1.sæti: United (Ingi Rúnar Gíslason GR/Aron Skúli Ingason GM), 58 högg nettó
2.sæti: Stjarnan (Tinna Jóhannsdóttir GK/Jóhann Sigurbergsson GK), 63 högg nettó (betri á seinni níu)
3.sæti: Svört Sól (Hróðmar Halldórsson GL/Stefán Orri Ólafsson GL), 63 högg nettó

Nándarverðlaun á par 3 holum:
3.hola: Árni Geir Ómarsson GKB, 1.26 m
8.hola: Axel Bóasson GK, 37 cm
14.hola: Axel Fannar Elvarsson GL, 2.32 m
18.hola: Magnús Lárusson GJÓ, 1.55 m

Leynir vill þakka Ölgerðinni, Galito, Slippbarnum og Icelandair hótel Reykjavík Marina fyrir stuðninginn en 144 keppendur tóku þátt.

Vinningshafar geta sótt vinninga á skrifstofu GL.