Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2015 | 10:25

GL & GOS: Birgir Leifur gaf ungum kylfingum góð ráð!

Ungir og efnilegir kylfingar á Selfossi og Akranesi fengu góða heimsókn í síðustu viku.

Birgir Leifur Hafþórsson, sexfaldur Íslandsmeistari í golfi, og atvinnukylfingur, mætti á æfingar hjá GOS og Leyni og gaf ungu kylfingunum góð ráð.

Birgir Leifur er aðstoðarlandsliðsþjálfari og voru þessar heimsóknir á vegum GSÍ.

Birgir segir í samtali við golf.is að markmiðið með þessum heimsóknum sé margvíslegt. „

Ég sýndi þeim m.a. hvernig best sé að greina árangurinn á tímabilinu sem er að ljúka, vinna úr þeim upplýsingum, og nota það til þess að setja sér ný markmið,“ sagði Birgir Leifur m.a. en hann mun fara í heimsókn á fleiri staði í vetur þegar æfingar fara af stað aftur.