Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2012 | 06:00

GL: Fyrsta skóflustungan fyrir vélaskemmu GL

Á fréttavef GSÍ var eftirfarandi frétt í gær (13. janúar 2012):

„Í gær, 12. janúar var fyrsta skóflustunga tekin fyrir vélaskemmu GL. Jón Ármann Einarsson  sá  um það vandasama verk.  Þar með er formlega hafin bygging á vélaskemmu GL .
Um er að ræða rúmlega 500m2  vélaskemmu, húsið sjálft er frá Smellinn hf á Akranesi  og er áætlað að steypu á einingunum ljúki um næstu mánaðamót.
Byggingarnefnd GL undir styrkri stjórn Halldórs Hallgrímssonar hefur unnið ötullega undanfarnar vikur að þessu verki og hafa nefndarmenn lagt mikla sjálfboðaliðsvinnu
í þetta verk, eins hafa allir þeir sem hefur verið leitað til verið tilbúnir að leggja hönd á plóginn. Eins og áður sagði hófst uppgröftur í gær og eru það þeir félagar
Jón Ármann Einarsson  og Jóhann Þór Sigurðsson sem sjá um þennan hluta og er sú vinna alfarið unnin í sjálfboðaliðsvinnu hjá þeim félögum.
Það er ánægjulegt að finna þann meðbyr sem þetta verk hlýtur meðal félagsmanna GL og allra þeirra sem koma að þessu verki.
Það er ómetanlegt fyrir klúbb eins og GL að hafa aðgang að þessu úrvalsfólki sem er tilbúið að verja sínum frítíma  í þetta verk og ber að þakka fyrir það.“