GL: Berglind Helgadóttir og Ingibjörg Stefánsdóttir kjörnar í stjórn Leynis – 5 milljón króna rekstrarhagnaður
Aðalfundur Golfklúbbsins Leynis var haldinn í golfskála klúbbsins þriðjudaginn 2. desember síðastliðinn.
Formaður fór yfir skýrslu stjórnar, framkvæmdastjóri fór yfir starf klúbbsins, gjaldkeri fór yfir reikninga klúbbsins og framkvæmdastjóri kynnti rekstraráætlun ársins 2015.
Rekstur GL gekk vel rekstrarárið 2014 og var velta GL 72.5 mkr. samanborið við tæpar 67 mkr. árið 2013 og jókst velta um 9% milli ára. Rekstrargjöld voru rúmar 67 mkr. samanborið við rúmar 51 mkr. árið 2013. Rekstrarhagnaður klúbbsins var rúmar 5 mkr. fyrir fjármagnsliði og afskriftir.
Á fundinum kom fram að reksturinn hefði gengið vel þrátt fyrir mikið rigningasumar. Vinnu lauk við Vélaskemmu á vormánuðum og klúbburinn hóf endurnýjun á vélakost en keypt var ný Toro röffsláttuvél. Einar Lyng var ráðinn sem íþróttastjóri og bindur stjórn miklar vonir við störf hans. Framundan er stórt og mikið rekstrarár þar sem klúbburinn fagnar 50 ára afmæli og Íslandsmót í höggleik verður haldið um miðjan júlí 2015.
Í rekstraráætlun fyrir árið 2015 var lagt til að félagsgjöld yrðu hækkuð fyrir félagsmenn 19 ára og eldri meðan félagsgjöld barna og unglinga yrðu lækkuð og var það samþykkt af félagsmönnum.
Tvær konur voru kjörnar í stjórn Leynis, Berglind Helgadóttir og Ingibjörg Stefánsdóttir. Þær koma í stað Tryggva Bjarnasonar og Ellu Maríu Gunnarsdóttur sem gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Stjórn Leynis er þannig skipuð; Þórður Emil Ólafsson, Hannes Marinó Ellertsson, Eiríkur Jónsson, Hörður Kári Jóhannesson, Berglind Helgadóttir og Ingibjörg Stefánsdóttir.
Félagsmenn í Leyni eru 390 og fækkaði úr 405 frá árinu 2013. Fjölgun varð í spiluðum hringjum milli ára og voru spilaðir um 18.200 hringi samanborið við 17.700 hringi árið 2013. Fjölbreytt mótahald var á vegum GL í sumar með góðri þátttöku félagsmanna og gesta, og var aukning milli ára um 8,5% en fjöldi móta var um 50.
Viðurkenningar voru að venju veittar. Guðmundar og Óðinsbikarinn, sem veittur er þeim félagsmanni sem leggur mikið á sig í sjálfboðavinnu, fékk Halldór Jónsson. Halldór hefur unnið gríðarlega mikið á vellinum undanfarin misseri auk þess sem hann lék alls 64 hringi með „starfi“ sínu á vellinum. Axel Fannar Elvarsson fékk háttvísisverðlaun GSÍ og viðurkenningu fyrir mestu forgjafarlækkun hjá Leyni á árinu 2014. Axel, sem er 16 ára, lækkaði úr 9,3 í 4,4 á árinu 2014 og lék hann alls 40 keppnishringi.
Aðalfundur hófst kl. 19:30 og var lokið um kl. 21:30.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
