Skrúður 3. brautin á Garðavelli, Akranesi, öðrum uppáhaldsgolfvalla Guðmundar.
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2015 | 15:00

GL: 50 ára afmælismót 30. ág. n.k.

Í tilefni af 50 ára afmæli GL árið 2015 verður haldið innanfélagsmót sunnudaginn 30.ágúst 2015 á Garðavelli.
Ath: Mótið er boðsmót og aðeins fyrir félagsmenn GL.
Keppnisfyrirkomulag
Mótið er 18 holu punktamót með fullri forgjöf. Hæst er gefin forgjöf 36 hjá körlum og konum.
Karlar leika af gulum/rauðum teigum og konur af rauðum teigum.
Keppt er í tveim forgjafarflokkum 0 – 12,4 og 12,5 – 36 og einnig barna og unglingaflokkum 15 ára og yngri og 16 til 18 ára.
Verðlaun
Veitt eru verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni í öllum flokkum. Ath: Aðeins er hægt að vinna til verðlauna í einum flokk.
1.sæti 10.000 kr. gjafabréf.
2.sæti 7.500 kr. gjafabréf.
3.sæti 5.000 kr. gjafabréf.
Nándarverðlaun
Nándarverðlaun eru veitt þeim sem er næstur holu í upphafshöggi á öllum par 3 holum vallarins.
Ræsing
Ræst út frá kl. 8:00 og fram eftir degi.
Annað
Keppendum er boðið í grillmat í golfskálanum frá kl. 12:00 – 14:00 og frá 16:00 til 18:00.
Skráning er á golf.is
Leikið er samkvæmt móta- og keppendareglum GSÍ nema annað komi fram.
Með fyrirvara um breytingar.