Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2015 | 09:00

GKS: Úrslit í Opna Annata

Opna Annata Texas scramble fór fram á Hólsvelli laugardaginn 25. júlí. 9 lið voru skráð til leiks og voru úrslit eftirfarandi:

Sigurvegarar í Opna Annata mótinu: Mynd: GKS

Sigurvegarar í Opna Annata mótinu: Mynd: GKS

1. sæti Jóhann Már Sigurbjörnsson og Salmann Héðinn Árnason með 66 högg nettó.
2. sæti Arnar Freyr Þrastarson og Hulda Magnúsardóttir með 68 högg nettó.
3. sæti Þröstur Ingólfsson og Kári Arnar Kárason með 69 högg nettó.

Einnig voru veitt nándarverðlaun á par 3 holum og fyrir lengsta drive karla og kvenna á 5. braut.