Ingvar og Hulda klúbbmeistarar GKS 2015. Mynd: GKS
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2015 | 09:00

GKS: Ingvar og Hulda klúbbmeistarar 2015

Meistaramót Golfklúbbs Siglufjarðar (GKS) fór fram 6.-11. júlí s.l.

Leiknar voru 54 holur, fyrstu 18 holurnar mátti leika frá mánudegi til fimmtudags (6.-9. júlí) , 18 holur voru síðan spilaðar á föstudag (10. júlí) og loka 18. holurnar voru leiknar laugardaginn 11. júlí s.l.

Keppnin um efstu sætin var jöfn og spennandi en þeir sem voru í forystu fyrir lokadaginn héldu forystunni til loka móts. Keppnin var þó sérstaklega spennandi í kvennaflokknum þar sem munaði eingöngu 2 höggum á fyrsta og öðru sæti.

Klúbbmeistarar GKS 2015 eru Ingvar Hreinsson og Hulda Magnúsardóttir.

Heildarúrslit í meistaramóti GKS eru eftirfarandi: 

F.v.: Þorsteinn, Ingvar og Sævar Örn

F.v.: Þorsteinn, Ingvar og Sævar Örn

1 flokkur karla:
1. sæti á 247 höggum Ingvar K. Hreinsson
2. sæti á 253 höggum Þorsteinn Jóhannsson
3. sæti á 255 höggum Sævar Örn Kárason

F.v.: Ólína Þórey, Hulda og Ragnheiður

F.v.: Ólína Þórey, Hulda og Ragnheiður

1. flokkur kvenna:
1. sæti á 292 höggum Hulda Magnúsardóttir
2. sæti á 294 höggum Ólína Þórey Guðjónsdóttir
3. sæti á 331 höggi Ragnheiður Ragnarsdóttir

F.v.: Ólafur Þór, Arnar Freyr og Kári Arnar. Mynd: GKS

F.v.: Ólafur Þór, Arnar Freyr og Kári Arnar. Mynd: GKS

2 flokkur karla:
1. sæti á 272 höggum Kári Arnar Kárason
2. sæti á 278 höggum Arnar Freyr Þrastarson
3. sæti á 291 höggi Ólafur Þór Ólafsson