Keppendur í 1. flokki kvenna Hulda Guðveig Magnúsardóttir t.v. klúbbmeistari kvenna hjá GKS 2012 og Ólína Þórey Guðjónsdóttir, sem varð í 2. sæti í kvennaflokki meistaramótsins. Mynd: GKS
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2012 | 12:30

GKS: Hulda og Jóhann klúbbmeistarar Golfklúbbs Siglufjarðar 2012

Meistaramót Golfklúbbs Siglufjarðar fór fram dagana 13.-15. júlí. Spilaðir voru 3 hringir.  Það eru Jóhann Már Sigurbjörnsson og Hulda Guðveig Magnúsardóttir sem eru klúbbmeistarar GKS 2012.

Jóhann Már spilaði á 17 yfir pari; 227 höggum (75 79 73).  Bráðabani var haldinn um annað sætið í 1. flokki karla á milli Þorsteins og Ingvars. Hafði Ingvar sigurinn á annarri holu í bráðabana.

Hulda Guðveig Magnúsardóttir er klúbbmeistari kvenna í GKS 2012 spilaði á 282 höggum (94 99 89). Í 2. sæti varð Ólína Þórey Guðjónsdóttir.

Þátttakendur í Meistaramóti GKS 2012 voru 10 og var spilað í 3 flokkum. Úrslit í Meistaramóti GKS 2012 eru eftirfarandi:

F.v.: Ingvar Kristinn Hreinsson, formaður GKS, 2. sæti; Jóhann Már Sigurbjörnsson, klúbbmeistari GKS 2012 og Þorsteinn Jóhannsson, 3. sæti. Mynd: GKS

 

1. flokkur karla GKS

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls
Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 H2 H3 Alls Mismunur
1 Jóhann Már Sigurbjörnsson GKS 7 F 37 36 73 3 75 79 73 227 17
2 Þorsteinn Jóhannsson GKS 8 F 41 42 83 13 84 84 83 251 41
3 Ingvar Kristinn Hreinsson GKS 12 F 37 45 82 12 85 84 82 251 41
4 Ólafur Þór Ólafsson GKS 16 F 48 47 95 25 98 100 95 293 83
5 Ólafur Haukur Kárason GKS 14 F 43 52 95 25 100 105 95 300 90

1. flokkur kvenna GKS

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls
Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 H2 H3 Alls Mismunur
1 Hulda Guðveig Magnúsardóttir GKS 17 F 46 43 89 19 94 99 89 282 72
2 Ólína Þórey Guðjónsdóttir GKS 24 F 49 52 101 31 91 93 101 285 75

Sigurvegarar í 2. flokki karla á Meistaramóti GKS 2012. Mynd: GKS

2. flokkur karla GKS

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls
Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 H2 H3 Alls Mismunur
1 Grétar Bragi Hallgrímsson GKS 16 F 45 44 89 19 91 89 89 269 59
2 Kári Arnar Kárason GKS 19 F 49 46 95 25 94 97 95 286 76
3 Arnar Freyr Þrastarson GKS 18 F 48 42 90 20 117 97 90 304 94