Golfskáli Golfklúbbs Siglufjarðar að Hóli. Að baki golfskálanum er ein 2. brautin sem er ein sérstakasta braut sem Guðmundur hefir spilað Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2014 | 14:00

GKS: Golfsumarið 2014 á Sigló eftir Ingvar Kr. Hreinsson formann

Það má segja að golfsumarið 2014 hafi ekki byrjað á svipuðum nótum og síðasta sumar, völlurinn var blautur og ekki hægt að byrja að spila fyrr en í byrjun júní og voru flestar flatir vallarins meira og minna ónýtar af kalsárum.

Útbúnar voru vetrarflatir til að gera völlinn leikfæran, en ekki var hæagt að byrja að keppa fyrr en 11. júní.   Á dagskrá sumarsins voru 21 mót, en fresta eða fella þurfti niður 2 mót, bæði vegna vallaraðstæðna og veðurs.  Stærsta mótið sem féll niður var Tunnumótið.

Rauðkumótaröðin var að vanda mjög vegleg. Tíu mót voru haldin á miðvikudagskvöldum í sumar og veitti Rauðka glæsileg verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin í hverju móti.  Sigurvegari mótaraðarinnar, þ.e. stigameistari sumarsins var Arnar Freyr Þrastarson.

Arnar Freyr Þrastarson, GKS. Mynd: Í einkaeigu

Arnar Freyr Þrastarson, GKS. Mynd: Í einkaeigu

Að vanda var fjölmennasta mót sumarsins „Sigló Open um Verslunarmannahelgina; 35 voru skráðir til leiks í blíðuveðri; aðalstyrktaraðili mótsins er Aðalbakarinn ehf.

Meistaramót fór fram helgina 11.-12. júlí.  Úrslit urðu eftirfarandi:  (Sjá einnig úrslitafrétt Golf1 úr meistaramóti GKS með því að SMELLA HÉR: )

1. flokkur karla

1. Þorsteinn Jóhannsson

2. Ingvar Kr. Hreinsson

3. Sævar Örn Kárason

2. flokkur karla

1. Arnar Freyr Þrastarson

2. Ólafur Þór Ólafsson

3. Þröstur Ingólfsson

Klúbbmeistarar GKS 2014 - Hulda Guðveig Magnúsardóttir og Þorsteinn Jóhannesson. Mynd: GKS

Klúbbmeistarar GKS 2014 – Hulda Guðveig Magnúsardóttir og Þorsteinn Jóhannesson. Mynd: GKS

1. flokkur kvenna:

1. Hulda Guðveig Magnúsardóttir

2. Jósefína Benediktsdóttir

3. Ólína Þórey Guðjónsdóttir

Jóhann Már Sigurbjörnsson, GKS, annar sigurvegari Siglfirðingamótsins á Akranesi, 2014. Mynd: Í einkaeigu

Jóhann Már Sigurbjörnsson, GKS, annar sigurvegari Siglfirðingamótsins á Akranesi, 2014. Mynd: Í einkaeigu

Siglfirðingamótið var haldið á Akranesi 24. ágúst í þokkalegu veðri.  Þátttakendur voru milli 60 og 70.  Þetta er í fjórða sinn sem mótið er haldið og verður vonandi fastur liður á í mótaskránni.  Veg og vanda af þessu móti höfðu þeir félagar Jói Möller, Kári Arnar og Bjössi Biddu.  Þetta var frábært mót hjá þeim félögum og verðlaun glæsileg.  Stjórn GKS vill koma á framfæri kæru þakklæti til skipuleggjenda.

Íris Ægisdóttir, GR sigurvegari í kvennaflokki á Siglfirðingamótinu 2014. Mynd: Golf 1

Íris Ægisdóttir, GR sigurvegari í kvennaflokki á Siglfirðingamótinu 2014. Mynd: Golf 1

Framkvæmdum við nýja golfvöllinn miðar vel.  Þó er fyrirséð að hann verður ekki tekinn í notkun fyrr en á haustmánuðum 2016.  Nú er búið að sá í allar flatir vallarins, tengja sjálfvirkt vökvunarkerfi og má strax sjá græna slikju á þeim öllum.  Þá er nánast búið að móta allar brautir og teiga en aðeins er búið að sá í eina braut, þ.e. þá fyrstu.  Næsta og þarnæsta sumar tekur við uppgræðsla og frágangur ásamt brúarmíði o.fl. Golfarar binda miklar vonir við hinn nýja völl.  Hann mun gjörbreyta allri aðstöðu til golfiðkunar í sveitarfélaginu og verða mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustu og afþreyingu á svæðinu.

Nýja eyjuflötin á par-3 7. braut hins nýja Hólsvallar á Siglufirði. Mynd: Af Twitter síðu Edwins Roalds

Nýja eyjuflötin á par-3 7. braut hins nýja Hólsvallar á Siglufirði. Mynd: Af Twitter síðu Edwins Roalds

Í sumar fjárfesti golfklúbburinn í nýjum búnaði til golfkennslu og kynningar.  Um er að ræða nýtt kennslukerfi sem ætlað er fólki á öllum aldri og af hvaða getustigum sem er.  Kerfið hentar fólki af báðum kynjum: börnum, fullorðnum og öldruðum.  Kerfið sem nefnist SNAG (Starting New At Golf) má setja upp hvort sem er inni eða úti.  Félagi okkar Arnar Freyr fór á námskeið hjá söluaðila búnaðarins og útskrifaðist sem SNAG-leiðbeinandi.  Eitt námskeið var haldið í sumar og er meiningin að kynna þetta í vetur, jafnvel í samvinnu við íþróttakennara skólanna.

Frá SNAG námskiðinu á Siglufirði 24. júlí 2014. Mynd: GKS

Frá SNAG námskiðinu á Siglufirði 24. júlí 2014. Mynd: GKS

Félagar golfklúbbsins þakka þeim fjölmörgu styrktaraðilum, sem haldið hafa tryggð við hann í gegnum tíðina og hlakka til frekari samstarfs.

Ingvar Hreinsson, formaður GKS. Mynd: Golf 1

Ingvar Hreinsson, formaður GKS. Mynd: Golf 1

Ingvar Kr. Hreinsson, formaður Golfklúbbs Siglufjarðar.