Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2014 | 11:00

GKJ: Þórhallur og Anna Björk sigruðu á 6. vetrarmóti GKJ

Laugardaginn s.l. 8. nóvember fór fram 6. vetrarmót Golfklúbbsins Kjalar.

Ágætis aðstæður voru í 6. vetrarmótinu þar sem 48 kylfingar tókust á við örlítið harðari völl en vanalega.

Spilaðar voru 17 brautir þar sen vinna fer enn fram á 4. braut.

Helstu úrslit eru eftirfarandi: 
Höggleikur

1. Þórhallur G Kristvinsson 71 högg (eftir bráðabana)
2. Björn Óskar Guðjónsson 71 högg (eftir bráðabana)
3. Jónas Heiðar Baldursson 72 högg.

Punktakeppni

1. Anna Björk Hyldal Sveinsdóttir 40 punktar
2. Elís Rúnar Víglundsson 39 punktar
3. Guðjón Þorvaldsson 38 punktar