Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2014 | 16:00

GKJ: Styrktarmót Kristjáns Þór laugardaginn 13. september n.k.

Styrktarmót Kristjáns Þór Einarssonar, GKJ verður haldið á Hlíðavelli, Mosfellsbæ, laugardaginn 13. september og verður keppt með Texas Scramble fyrirkomulagi. Mótsgjald er 8.000 kr. á lið.

Lið getur ekki fengið hærri forgjöf en sem nemur 2 höggum hærra en forgjafarlægri kylfingurinn fær. Sem dæmi ef leikmaður fær -4 í vallarforgjöf getur lið hans ekki fengið hærri forgjöf en -2.

Kristján Þór hefur átt góðu gengi að fagna á Eimskipsmótaröðinni í ár og unnið 3 mót á mótaröðinni, Íslandsmeistaramótið í holukeppni sem og tvö stigamót. Þá varð hann stigameistari Eimskipsmótaraðarinnar. Kristján Þór hefur ákveðið að nú sé tíminn til að taka skrefið og reyna við atvinnumennskuna og mun hann taka þátt í úrtökumóti fyrir Norðurlandamótaröðina (Nordic Tour) sem hefst í Svíþjóð þann 30. september næstkomandi. Svona verkefni fylgir talsverður kostnaður og því er vonast eftir stuðningi sem flestra.

Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin sem og verða veitt nándarverðlaun.

Hlíðavöllur er í frábæru ástandi og við hlökkum til að taka á móti þér/ykkur og njóta dagsins saman í frábærum félagsskap!

SMELLIÐ HÉR og skráið ykkur í mótið!!!