Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 15. 2014 | 11:45

GKJ: Sigurður Egill fékk ás í 2. sinn í sumar!!!

Sigurður Egill Þorvaldsson kylfingur í GKJ gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi í annað sinn í sumar þann 6. ágúst s.l. á 9. holu Hlíðavallar.

Áður hafði hann náð draumahögginu á 12. holu þann 15. júní.

Golf 1 óskar Sigurði Agli til hamingju með draumahöggin!!!