Kristján Þór Einarsson, GKJ, 2014 Icelandic Champion in Match Play. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2014 | 07:44

GKJ: Old Spice sigraði í Styrktarmóti Kristjáns Þórs – Úrslit – Þakkarorð Kristjáns Þórs

Styrktarmót Kristjáns Þór Einarssonar fór fram á Hlíðavelli í gær, laugardaginn 13. september 2014 í ágætis golfveðri. Fullt var í mótið – þátttakendur voru 196, sem sýnir glæsilegan samtakarmátt kylfinga hér á landi þegar það kemur að því að styðja við bakið á einn af okkar bestu til þess að frami hans og brautargengi og þar með íslensks golfs megi verða sem mestur á erlendum úrtökumótum.

Fjölmargir lögðu hönd á plóginn til þess að styrktarmót Kristjáns Þórs gæti orðið sem best og má með sanni segja að það hafi tekist.   Það er enn vert að minna á, fyrir þá sem ekki sáu sér fært að taka þátt í mótinu, þá er hægt að styrkja Kristján Þór með því að leggja inn á reikning:

0528-14-120568

Kt 160347-7169

Úrslit í mótinu voru eftirfarandi:

1.       sæti      Sigurpáll Geir Sveinssón GKJ/Magnús Lárusson GJÓ (Old Spice) 60 högg

Cobra burðarpoki og Puma fatnaður frá Hole in One x2

Ostborgaramáltíð í boði Hvíta Riddarans x2

2.       sæti      Gunnar Ingi Björnsson GOB/Jón Karlsson GHG 61 högg

IQ þriggja hjóla kerra frá Golfskálanum x2

Ostborgaramáltíð í boði Hvíta Riddarans x2

3.       Sæti      Sigurður Már Þórhallsson GR/Sigurður Bjarki Blumenstein GR 61 högg

Ping i20 brautartré frá ISAM x2

Ostborgaramáltið í boði Hvíta Riddarans x2

4.       sæti      Örn Bergmann Úlfarsson GR/Steinar Snær Sævarsson GBE 61 högg

Cleveland fleygjárn frá Erninum x2

5.       Sæti      Haukur Hafsteinsson GKJ/Jón Hilmar Kristjánsson GKJ 62 högg

5kg af þorskhnakka frá Fiskmarkaði Íslands x2

6.       sæti      Heiða Guðnadóttir GKJ/Guðni Vignir Sveinsson GS 64 högg

Hringur fyrir 4 á Hlíðavelli + Gjafabréf fyrir tvo á veitingastaðnum Fish x2

7.       sæti      Kjartan Tómas Guðjónsson GR/Guðmundur Jónsson GKJ 64 högg

Hringur á golfvelli GR fyrir 4 + Gjafabréf fyrir tvo á veitingastaðnum Fish x2

14. sæti        Hjörleifur Harðarson GKG/Jón Ásgeir Ríkarðsson GK 65 högg

Ostakarfa frá MS x2

 30. sæti        Óttar Helgi Einarsson GKG/Ingi Heimisson GKG 68 högg

Ostakarfa frá MS x2

58. sæti        Bjarnþór Erlendsson GKJ/Hákon Gunnarsson GKJ 70 högg

Ostakarfa frá MS x2

91. sæti        Helga Aspelund GKJ/Guðmundur Gylfi Guðmundsson GKJ 88 högg

 2×30 mínútna golfkennsla hjá Sigurpáli Geir Sveinssyni golfkennara GKJ

 

Nándarverðlaun

1. hola Steinar Snær    GBE   64cm

Nóa siríus konfekt + 5000kr gjafabréf á Hvíta Riddarann

9. hola Gunnar Marel  GOS   2.19m

Nóa Siríus konfekt + Bjórkort á Hvíta Riddaranum

12. hola Hilmir Guðlaugsson  GOS  1.35

Nóa konfekt + 5000kr gjafabréf á Hvíta Riddaranum

15. hola Magnús Lárusson GJÓ  1.11m

Nóa konfekt + Bjórkort á Hvíta Riddaranum

18. hola  Kristján Jónsson  GBO  0cm

2xEgils Gull + Nóa konfekt

 

5. hola Magnús Lárusson  GJÓ

Gjafakarfa frá Natan Olsen, Nóa Konfekt, Golfboltar frá golfbúð GKJ

8. hola Camilla Tvingmark GKJ

Gjafakarfa frá Natan Olsen, Nóa Konfekt, Golfboltar frá golfbúð GKJ

Kristján Þór vill koma á framfæri þökkum til allra sem þátt tóku og hafa stutt hann í eftirfarandi orðum:

„Kæru þátttakendur og aðrir.

Ég vil þakka ykkur kærlega fyrir komuna í dag (í gær) og um leið þakka fyrir þann styrk sem þið veittuð mér í dag (Í gær). Þessi dagur er búinn að vera hreint frábær og veðrið var yndislegt í allan dag. Mótið heppnaðist mjög vel miðað við hvað þið hafið sagt mér og ég er mjög ánægður með það. Enn og aftur takk kærlega fyrir daginn og takk kærlega fyrir mig.

Ég vil einnig þakka þeim fyrirtækjum sem að sýndu mér stuðning og gáfu glæsileg verðlaun í mótið, svo það gæti orðið sem veglegast og ber þar helst að nefna Hole in One, Golfskálann, ÍslenskAmeríska, Örninn golfverslun og Fiskmarkað Íslands sem að styrktu mótið í eftsu 5 sætin. Einnig vil ég þakka öllum þeim aðilum og fyrirtækjum sem komu að þessu móti á einn eða annan hátt og gáfu verðlaun og hjálpuðu mér við skipulag og undirbúning mótsins. Sigurpáll Geir Sveinsson, Haukur Hafsteinsson, Hilmar Harðarson takk æðislega fyrir hjálpina við undirbúninginn. Þórður Úlfar Ragnarsson og Snorri Kjartansson voru mér til halds og traust í afgreiðslu mótsins og þakka ég ykkur kærlega fyrir alla þá hjálp sem þið veittuð mér í dag. Einnig vil ég þakka Golfklúbbnum Kili kærlega fyrir að lána mér völlinn á þessum fallega degi. Svo ekki sé minnst á einn af mikilvægari þáttum mótsins að þá vil ég þakka vallarstarfsmönnum klúbbsins, sem að unnu hörðum höndum alla vikuna við að gera völlinn sem allra bestan fyrir mótið.“

Helstu styrktaraðilar styrktarmóts Kristjáns voru:

Hole in One

Golfskálinn

ÍslenskAmeríska

Örninn golfverslun

Fiskmarkaður Íslands ehf

Veitingastaðurinn Fish

Nói Siríus

Hvíti Riddarinn Restaurant/Bar

Nathan Olsen

Mjólkursamsalan

Golfbúð Kjalar

Sigurpáll Geir Sveinsson

Golfklúbburinn Kjölur

Golfklúbbur Reykjavíkur

Ölgerðin