GKJ: Guðjón Reyr og Pétur Péturs sigruðu á Ballantines Open 2014
Ballantines Open fór fram á Hlíðavelli á laugadaseftirmiðdag 21. júní 2014 og var ræst út af öllum teigum kl. 16. Veður var gott þó kulaði aðeins þegar líða fór á kvöldið. Skemmtilegu móti lauk með því að haldin var chippkeppni og var Sverrir Freyr Þorleifsson sá sem hitti í netkörfu sem var sett á mitt púttsvæðið. En að mótinu sjálfu. Það voru 84 sem þátt tóku og skemmtu sér vel. Ágæt skor sáust en helstu úrslit urðu þessi:
1. sæti Guðjón Reyr Þorsteinsson, GKJ og Pétur Pétursson, GKJ á 63 höggum nettó (30,5 á seinni 9)
2. sæti Magnús Lárusson, GJÓ og Stefán Már Stefánsson, GR á 3 höggum nettó (31,5 á seinni 9)
3. sæti Páll Ólafsson, GKJ og Halldór Ingólfsson, GK á 64 höggum nettó
Þá voru aukaverðlaun þ.e. nándarverðlaun á par 3 brautirnar, nákvæmasta höggið næst miðlínu á 5. braut og næstur holu í 2. höggi á 18. flöt.
Þessir fengu nándarverðlaun:
Á 1. flöt var Ólafur Þ Ólafsson, GKJ 1,09 m frá holu
Á 9. flöt var Árni Geir Ómarsson, GKB 65 cm frá holu
Á 12. flöt var Eyþór Bragi Einarsson, GKJ 64 cm frá holu
Á 15. flöt var Jóhanna Halldórsdóttir, GKG 1,97 m frá holu
Á 5. braut var Hörður Sigurðsson, GR næstur miðlínu
Á 18. flöt var Magnús Lárusson, GJÓ næstu holu í 2. höggi
Þá var dregið úr potti þeirra sem fengu fugl á 4. og 7. holu og að síðustu var dregið úr skorkortum. GKJ vill þakka þátttakendum fyrir komuna og Mekka styrktaraðila mótsins fyrir stuðninginn og sjáumst vonandi sem flest að ári liðnu.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
