Flagg GKJ. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2014 | 09:00

GKJ: Framhaldskosningafundur fer fram 11. des n.k.

Á kosningafundi GKJ sem haldinn var fimmtudaginn, 4. desember í sal Lágafellsskóla náðist ekki sá lágmarksfjöldi félagsmanna sem nauðsynlegur var til að taka fyrir tillögu stjórnar um sameiningu GK J  við Golfklúbb Bakkakots.

Samkvæmt lögum félagsins ber að boða  til annars félags/kosningarfundar vegna málsins innan 3 vikna frá fyrri fundi og er hann ályktunarbær óháð fundarsókn.

Verður tillagan borin upp á sérstökum kosningarfundi í kjölfar aðalfundar félagsins fimmtudaginn 11. desember næstkomandi kl. 20:00 í sal Framhaldsskóla Mosfellsbæjar.

Aðalfundur GKJ var auglýstur í Fréttablaðinu í gær og telst því löglega boðaður.

Atkvæðisrétt og rétt til setu á fundinum hafa allir skuldlausir félagsmenn Golfklúbbsins Kjalar sem náð hafa 16 ára aldri. Félagsmenn skulu hafa skilríki meðferðis og framvísa vegna kosningar.

Dagskrá :

1.      Tillaga um samruna

  • Kynning á drögum samrunasamnings GM
  • Kynning á drögum að lögum GM
  • Kynning á samrunaefnahagsreikningi GM
  • Kynning á stjórnarmönnum f.h GKJ í GM
  • Skipun kjörstjórnar (2ja félagsmanna) og yfirkjörstjórnar (eins manns)

2.      Kosning um sameiningu GKJ og GOB

3.      Talning atkvæða og úrslit kunngerð.

4.      Fundarslit

Á fundinum  verður borin upp eftirfarandi tillaga frá stjórn Golfklúbbsins Kjalar:

„Stjórn GKJ leggur til að félagið sameinist GOB undir merkjum Golfklúbbs Mosfellsbæjar frá og með 1. október 2014. Öll réttindi, eignir og skyldur félaganna færast við sameininguna yfir í sameinaðan golfklúbb. Fyrir fundinum liggja drög að samrunasamningi, ásamt drögum að lögum hins sameinaða félags sem í sameiningu mynda samrunaskjöl GM ef af sameiningu verður.“

Ef tillaga um sameiningu GKJ og GOB verður felld í öðrum hvorum klúbbnum fellur hún sjálfkrafa niður.“

Stjórn GKJ