Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2014 | 12:00

GKJ: Björgvin Franz fékk ás!

Björgvin Franz Björgvinsson, myndatökumaður Unglingaeinvígisins í Mosó með meiru, 14 ára,  gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á „19. holu“ Hlíðavallar.

Björgvin var að spila í Meistaramóti GKJ í holukeppni við Margréti Óskarsdóttur, sem Golf 1 tók skemmtilegt viðtal við fyrir nokkrum árum (Sjá með því að SMELLA HÉR:).

Með ásnum vann Björgvin Franz leikinn!

Golf 1 óskar Bjögvini Franz innilega til hamingju með fallegt draumahögg!!!