Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2016 | 19:45

GKG: Vantar laghenta til vinnu við nýja íþróttamiðstöð GKG – laun: þátttaka í golfhermamóti

Á vefsíðu GKG má lesa eftirfarandi frétt:

Nú kemur að þeirri stund kæru félagsmenn að við fáum neðri hæð Íþróttamiðstöðvar GKG afhenta. Þá bíður okkar að setja upp og smíða búr fyrir golhermana og ganga frá ýmsum þáttum varðandi rafmagnið.

Okkur vantar laghenta einstaklinga sem geta:

Smíðað (undir leiðsögn yfirsmiðs)
Málað (undir leiðsögn)
Dregið í og tengt ýmis tæki og tól (undir leiðsögn yfirrafvirkja)
Unnið létt múrverk (flotun) og flísalagt
Við bjóðum þeim sem gefa kost á sér upp á ýmis sjálfboðaliðafríðindi sem felast meðal annars í:

Fyrir fjögurra tíma vinnu – Fyrsta golfmót GKG í golfhermum (verður haldið í apríl, fyrstu verðlaun 25 þús króna inneign hjá WOW air fjöldi annarra verðlauna)
Fyrir átta tíma vinnu, liður 1 plús klukkutími í golfhermi og boltakort
Fyrir 12 tíma vinnu, liður 1 og 2 auk frímiði fyrir 2 á völlinn
Rafvirkjar mæta þriðjudaginn 2. febrúar og fimmtudaginn 4. febrúar og vinna undir leiðsögn Þorsteins Halldórssonar og Heimis Guðjónssonar.

Fyrir aðra aðila, þá stefnum við að fundi miðvikudaginn 3. febrúar kl. 18:00 í GKG.

Þeir sem hafa áhuga, endilega sendið skeyti með grunnupplýsingum um hæfni sem allra fyrst á agnar@gkg.is.

Varðandi verkfæri, þá er gott að þeir sem hafa tök á komi með eigin verkfæri , við sköffum það sem upp á vantar.“