Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2011 | 12:30

GKG tilnefnir kylfinga í vali á íþróttakarli- og konu Kópavogs og Garðabæjar.

Á heimasíðu GKG ritar landsliðsþjálfarinn í golfi Úlfar Jónsson eftirfarandi:

„Í kringum áramót er hefð fyrir því að heiðra fremsta íþróttafólk í viðkomandi bæjarfélögum. Íþróttafélögin tilnefna sitt fremsta afreksfólk til íþróttakarls og íþróttakonu ársins. Einnig fær efnilegasta íþróttafólkið viðurkenningar, sem og Íslandsmeistarar og bikarmeistarar.

GKG tilnefnir eftirfarandi kylfinga í kjöri um íþróttakarl og konu í Kópavogi:

17 ára og eldri: Birgir Leifur Hafþórsson og Ingunn Gunnarsdóttir

13-16 ára: Særós Eva Óskarsdóttir og Ragnar Már Garðarsson

Í Garðabæ:

Guðjón Henning Hilmarsson og Ingunn Gunnarsdóttir

Efnilegust: Gunnhildur Kristjánsdóttir og Óðinn Þór Ríkharðsson

Tveir Íslandsmeistaratitlar hlotnuðust GKG kylfingum, en Ragnar Már sigraði í flokki 15-16 ára á Íslandsmótinu í höggleik, og sveit GKG 15 ára og yngri sigraði í Sveitakeppni GSÍ.

Við óskum okkar frábæra afreksfólki innilega til hamingju með tilnefningarnar og árangurinn á árinu.“