Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2017 | 23:00

GKG: Þórunn Margrét í 1. sæti í flokki hnáta á púttmótaröð barna

Lokapúttmót í barna- og unglingastarfi GKG fór fram kl. 18:00 í dag, 10. maí 2017 – Alls voru púttmótin 11 í vetur.

Að því loknu fór fram verðlaunaafhending og boðið var upp á léttar veitingar.

Það var Þórunn Margrét Jónsdóttir, GKG, sem varð í 1. sæti í sínum flokki, 12 ára og yngri hnáta. Sex bestu hringir hennar voru upp á samtals 235 pútt.  Vel gert Þórunn Margrét!!!

Sú sem varð í 2. sæti er Elísabet Sunna Scheving (239 pútt) og í 3. sæti varð Þóranna Sturludóttir með 260 pútt.

Allar eru hnáturnar fæddar 2007 og því á 10. ári.

Sjá má heildarúrslit í púttmótaröð GKG hér að neðan: 

1-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-Puttmot_urslit