Ragnar Már Garðarsson, GKG. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 7. 2015 | 08:00

GKG: Ragnar Már átti besta staka skorið í meistaramótinu!

Besta staka skorið í nýafstöðnu meistaramóti Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar átti Ragnar Már Garðarsson, sem tók bronsið í mótinu að þessu sinni.

Hann lék Leirdalsvöll á stórglæsilegum 4 undir pari, 67 höggum, lokadaginn,  sem var besta staka skorið í meistaramótinu.

Á hringnum glæsilega, sem kom lokadaginn, fékk Ragnar Már, 1 örn á par-5 14. braut Leirdalsvallarins, 4 fugla og 2 skolla.

Á næstbestu stöku skorunum voru m.a. tveir í einum yngsta flokknum, strákaflokki 13-14 ára,  þ.e. bróðir Ragnars Más,  Sigurður Arnar Garðarsson, og Jón Gunnarsson sem léku Leirdalsvöllinn á glæsilegum 3 undir pari, 68 höggum. Báðir spila á Íslandsbankamótaröðinni og er Sigurður Arnar m.a. núverandi Íslandsmeistari í holukeppni í strákaflokki.

Eins átti sigurvegarinn í 1. flokki Magnús Friðrik Helgason hring upp á  68 högg í meistaramótinu.