Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2019 | 12:00

GKG í 2. sæti á EM klúbbliða

EM klúbbliða í karlaflokki (ens: European Men’s Club Trophy) fór fram á Golf du Médoc golfstaðnum í Frakklandi, dagana 24.-26. október sl.

Þátttakendur voru 25 sveitir evrópskra golfklúbba. Vegna veðurs var mótið stytt í tveggja hringja mót.

Þátttakandi frá Íslandi var karlasveit GKG skipuð þeim Aroni Snæ Júlíussyni og bræðrunum Ragnari Má og Sigurði Arnari Garðarssonum.  Aron Snær lék best GKG-inganna og varð í 5. sæti af liðsmönnum á samtals 1 undir pari (69 72); Ragnar Már varð í 12. sæti á samtals pari (75 67) og Sigurður Arnar varð í 42. sætinu á 11 yfir pari (74 79).

Sveit GKG landaði 2. sætinu, sem er besti árangur íslensks liðs í EM klúbbliða frá upphafi – STÓRGLÆSILEGT!!!

Það var City of Newcastle CC sem sigraði á samtals 6 undir pari.

Sveit GKG var eins og segir í 2. sæti á samtals 2 undi pari.

Sjá má lokastöðuna á EM klúbbliða með því að SMELLA HÉR: 

Staða efstu 12 liða var eftirfarandi:

1 City of Newcastle 6 undir pari

2 GKG, 2 undir pari

3 Stuttgarter GC Solitude e.V., 1 undir pari

4 RCF – La Boulie, 1 undir pari

5 Olgiata GC, Par

6 Kokkedal GolfKlub, 1 yfir pari

7 Golf de Terre Blanche, 1 yfir pari

8 Rosendaelsche GC, 2 yfir pari

9 GC Kuneticka Hora, 8 yfir pari

10 The National AGGA, 10 yfir pari

11 Galway GC, 10 yfir pari

12 Pannonia G&CC, 11 yfir pari