Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2017 | 18:00

GKG: Hafdís Ósk með ás!!!

Hafdís Ósk Hrannarsdóttir, GKG, sem keppir í 15-16 ára flokki stúlkna í Meistaramóti GKG gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 11. brautinni á Leirdalsvelli.

Hafdís notaði fleygjárnið í draumahöggið af 85 metra færi.

Þetta er fyrsta sinn sem hún nær þessum áfanga.

Golf 1 óskar Hafdísi innilega til hamingju með draumahöggið!

Texti: GKG