GKG: Elísabet Ágústsdóttir hlaut háttvísibikar GSÍ
Guðmundur Oddsson, fráfarandi formaður GKG, veitti Elísabetu Ágústsdóttur Háttvísibikar GSÍ, sem veittur er þeim unga kylfingi sem sýnt hefur góða frammistöðu utan vallar sem innan, og verið öðrum til fyrirmyndar hvað varðar dugnað og háttvísi.
Bikarinn var veittur í fyrsta sinn í fyrra, og fékk þá Aron Snær Júlíusson þessa miklu viðurkenningu.
Helstu afrek Elísabetar á árinu 2015
– Náði best öðru sæti og að auki tvisvar sinnum í þriðja sæti á Íslandsbankamótaröðinni
– Sigraði í Meistaramóti GKG í 1. flokki kvenna
– Lækkaði forgjöfina úr tæplega 11 niður í 5,5
– Fékk viðurkenningu fyrir mestar framfarir á árinu 2015
– Var í kvennasveit GKG sem hafnaði í 3. sæti í Sveitakeppni GSÍ
Auk þessa er Elísabet frábær fyrirmynd yngri sem eldri kylfinga. Hún hefur sýnt mikinn dugnað við æfingar og hefur það skilað miklum framförum hjá henni. Hún er góður liðssmaður, kemur ávallt vel fram og fylgir þeim golf- og siðareglum sem við förum eftir í golfi.
Golf 1 óskar Elísabetu innilega til hamingju með viðurkenninguna!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
