Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 9. 2017 | 22:00

GKG: Egill Ragnar og Ingunn klúbbmeistarar GKG 2017

Hápunkti golfsumarsins, Meistaramóti GKG var að ljúka rétt í þessu. Umgjörð mótsins var glæsileg, völlurinn skartaði sínu fegursta og umfram allt, mótið var með því fjölmennasta frá upphafi, 364 kylfingar tóku þátt.

Hápunktur mótsins er baráttan um klúbbmeistaratitilinn og var keppnin hörð og jöfn i ár. Klúbbmeistari GKG í meistaraflokki karla árið 2017 er Egill Ragnar Gunnarsson og klúbbmeistari meistaraflokks kvenna er Ingunn Gunnarsdóttir.

Lykilþáttur meistaramótsins er engu að síður sá þáttur að við, hinn almenni kylfingur höfum tök á að keppa í alvöru móti með alvöru umgjörð og upplifa allt það sem keppnisgolf hefur upp á að bjóða. Keppnin í öðrum flokkum var oft á tíðum gríðarlega spennandi og marga bráðabana þurfti til að knýja fram úrslit.

Öll úrslit í öllum flokkum má finna með því að SMELLA HÉR: