Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2016 | 06:00

GKG: Dóra Þóris með ás!!!

Hún Dóra Þórisdóttir, GKG,  gerði sér lítið fyrir og sló draumahöggið á 2. holu á Mýrinni í morgunsárið 29. júlí 2016.

Önnur holan í Mýrinni er par-3 104 metra af rauðum teigum.

Glæsilegt!!!

Svanhvít Guðbjartsdóttir, var með henni í holli og sagði hún að höggið hefði verið frábært, boltinn hefði lent á flötinni og rúllað áfram í miðja holu.

Golf 1 óskar Dóru innilega til hamingju með glæsiásinn og inngönguna í Einherjaklúbbinn!!!